Ari: Förum til Króatíu til að sækja þrjú stig Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvelli skrifar 9. október 2016 22:16 Ari var öflugur í kvöld. Vísir/Getty „Við tökum fullt hús stiga í þessu landsleikjahléi en þetta var miklu heildsteyptari frammistaða í kvöld. Þeir skapa sér varla færi í kvöld fyrir utan einhver langskot,“ sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, aðspurður út í spilamennsku liðsins eftir 2-0 sigur á Tyrkjum í kvöld. „Þetta var allt annað lið en við mættum í Tyrklandi fyrir ári síðan en við mættum bara með mun betra hugarfar til leiks í kvöld. Frá fyrstu sekúndu vorum við klárir á meðan þeir áttu í vandræðum með þetta skemmtilega íslenska veður.“Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ari hrósaði Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn fyrir fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson en Elmar átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í kvöld „Hann var hreint út sagt frábær í kvöld og Birkir sömuleiðis. Hann á allt hrós skilið eftir kvöldið eftir þessa frábæru innkomu. Hann vann og vann og vann, var öflugur sóknarlega sem og varnarlega,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta sýndi að við erum ekki bara með ellefu leikmanna hóp. Það geta og vilja fleiri fá að spila og við erum með fullt af mönnum á bekknum sem eru að spila vel. Það eru allir klárir að koma inn í liðið.“ Ari tók undir að það hefði verið léttir að setja strax annað markið í andlitið á Tyrkjum eftir fyrsta markið. „Það var mjög stórt, það var mikilvægt að fá smá svigrúm en við gátum ekki slakað á klónni. Þeir voru 0-2 undir gegn Úkraínu og náðu að bjarga því. Við vorum staðráðnir í að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn og varnarleikurinn er það sem skóp sigurinn í dag.“ Næsti leikur Íslands er á kunnuglegum slóðum gegn Króatíu þar sem Ísland féll úr leik í undankeppni HM haustið 2013. „Við erum reynslunni ríkari og búnir að fullt af stórum leikjum en við mætum feyknasterku króatísku liði. Við vitum hvað þeir geta en við förum út til þess að taka þrjú stig.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
„Við tökum fullt hús stiga í þessu landsleikjahléi en þetta var miklu heildsteyptari frammistaða í kvöld. Þeir skapa sér varla færi í kvöld fyrir utan einhver langskot,“ sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, aðspurður út í spilamennsku liðsins eftir 2-0 sigur á Tyrkjum í kvöld. „Þetta var allt annað lið en við mættum í Tyrklandi fyrir ári síðan en við mættum bara með mun betra hugarfar til leiks í kvöld. Frá fyrstu sekúndu vorum við klárir á meðan þeir áttu í vandræðum með þetta skemmtilega íslenska veður.“Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ari hrósaði Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn fyrir fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson en Elmar átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í kvöld „Hann var hreint út sagt frábær í kvöld og Birkir sömuleiðis. Hann á allt hrós skilið eftir kvöldið eftir þessa frábæru innkomu. Hann vann og vann og vann, var öflugur sóknarlega sem og varnarlega,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta sýndi að við erum ekki bara með ellefu leikmanna hóp. Það geta og vilja fleiri fá að spila og við erum með fullt af mönnum á bekknum sem eru að spila vel. Það eru allir klárir að koma inn í liðið.“ Ari tók undir að það hefði verið léttir að setja strax annað markið í andlitið á Tyrkjum eftir fyrsta markið. „Það var mjög stórt, það var mikilvægt að fá smá svigrúm en við gátum ekki slakað á klónni. Þeir voru 0-2 undir gegn Úkraínu og náðu að bjarga því. Við vorum staðráðnir í að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn og varnarleikurinn er það sem skóp sigurinn í dag.“ Næsti leikur Íslands er á kunnuglegum slóðum gegn Króatíu þar sem Ísland féll úr leik í undankeppni HM haustið 2013. „Við erum reynslunni ríkari og búnir að fullt af stórum leikjum en við mætum feyknasterku króatísku liði. Við vitum hvað þeir geta en við förum út til þess að taka þrjú stig.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37
Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30
Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14