Faðir Rahami varaði lögreglu við syni sínum 2014 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2016 19:39 Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær. Vísir/AFP Faðir 28 ára karlmanns sem er í haldi lögreglu vegna gruns um sprengjuárás í New York, varaði yfirvöldum við syni sínum árið 2014. Fréttir hafa nú borist um að eiginkona mannsins hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 manns særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Faðir Rahami, Mohammad Rahami, segir í samtali við New York Times að hann hafi haft samband við alríkislögregluna FBI árið 2014 og greint frá áhyggjum sínum í kjölfar þess að sonur sinn stakk bróður sinn með hníf. „Ég fór til FBI þar sem sonur minn átti mjög erfitt. Þeir fylgdust með honum í nærri tvo mánuði og síðan sögðu hann að það væri í lagi með hann, að hann væri ekki hryðjuverkamaður. Nú segja þeir hann hins vegar hryðjuverkamann,“ segir faðirinn sem kveðst hafa greint yfirvöldum frá grunsemdum sínum vegna reiði sinnar þar sem sonur sinn umgekkst glæpamenn og hagaði sér sjálfur sem slíkur. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í dag að kona Rahami hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ekki liggur hvort hún sé grunuð um aðild að ódæðinu. Los Angeles Times segir frá því að hún hafi flogið frá Bandaríkjunum til Pakistan fyrir nokkrum dögum. Félagar Rahami segja hann hafa breyst í háttum eftir tvær ferðir til Pakistans. Hafi hann sinnt trúnni meira en áður, byrjað að safna skeggi og klæðast hefðbundnum afgönskum fatnaði. „Það var eins og hann varð að allt öðrum manni. Hann varð mjög alvörugefinn og innhverfur,“ segir Flee Jones, sem ólst upp með Rahami í New Jersey. Tengdar fréttir Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28 Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45 Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Faðir 28 ára karlmanns sem er í haldi lögreglu vegna gruns um sprengjuárás í New York, varaði yfirvöldum við syni sínum árið 2014. Fréttir hafa nú borist um að eiginkona mannsins hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 manns særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Faðir Rahami, Mohammad Rahami, segir í samtali við New York Times að hann hafi haft samband við alríkislögregluna FBI árið 2014 og greint frá áhyggjum sínum í kjölfar þess að sonur sinn stakk bróður sinn með hníf. „Ég fór til FBI þar sem sonur minn átti mjög erfitt. Þeir fylgdust með honum í nærri tvo mánuði og síðan sögðu hann að það væri í lagi með hann, að hann væri ekki hryðjuverkamaður. Nú segja þeir hann hins vegar hryðjuverkamann,“ segir faðirinn sem kveðst hafa greint yfirvöldum frá grunsemdum sínum vegna reiði sinnar þar sem sonur sinn umgekkst glæpamenn og hagaði sér sjálfur sem slíkur. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í dag að kona Rahami hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ekki liggur hvort hún sé grunuð um aðild að ódæðinu. Los Angeles Times segir frá því að hún hafi flogið frá Bandaríkjunum til Pakistan fyrir nokkrum dögum. Félagar Rahami segja hann hafa breyst í háttum eftir tvær ferðir til Pakistans. Hafi hann sinnt trúnni meira en áður, byrjað að safna skeggi og klæðast hefðbundnum afgönskum fatnaði. „Það var eins og hann varð að allt öðrum manni. Hann varð mjög alvörugefinn og innhverfur,“ segir Flee Jones, sem ólst upp með Rahami í New Jersey.
Tengdar fréttir Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28 Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45 Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28
Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45
Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila