Hallbera: Verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:42 Hallbera spilaði frábærlega í undankeppninni. vísir/ernir Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 1-2. „Maður er drullufúll, en það tekur nokkrar mínútur og við verðum að hugsa bara um að við unnum þennan riðil og erum með frábæra markatölu,” sagði Hallbera við Vísi í leikslok. „Auðvitað er leiðinlegt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við ekki mæta nægilega grimmar í fyrri hálfleik og þær keyrðu yfir okkur á fyrstu 30 mínútunum. Það er ekkert í boði hjá okkur.” „Ég er ánægð með hvernig við komum út í síðari hálfleikinn og mér fannst við vera betri aðilinn. Mér fannst við óheppnar að fá á okkur þetta víti.” Það var ekki sjón að sjá íslenska liðið í fyrri hálfleik, en það lenti í vandræðum með öll grunnatriði leiksins; senda boltann, hreyfa sig og vinna varnarleikinn sem ein heild. „Ég hef engin svör hvað var í gangi í fyrri hálfleik. Við vorum að þröngva boltanum upp í svæði sem voru bara lokuð, en þegar við slökuðum á og spiluðum boltanum eins og við höfum verið að gera þá fannst mér þær ekki ógna okkur mikið.” „Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þær fengu einhver færi, en mér fannst við vera betra liðið í síðari hálfleik. Það hefði verið frabært að ná allaveganna jafntefli, en við verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn og ég held við getum gert það.” Annan leikinn í röð mættu rúmlega sex þúsund manns á leik kvennalandsliðsins og var áhorfendameitð í hættu annan leikinn í röð, en ekki féll það. Hallbera var ánægð með mætinguna. „Það er bara frábært hversu mikið fólk hefur verið að styðja okkur og mér fannst við setja standard á það hvernig landsliðið megi búast við að það verði hér á heimavelli. Þetta er bara magnað að fá að taka þátt í þessu og maður er þaklátur öllum þeim sem komu,” sagði Hallbera að lokum. Fótbolti Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 1-2. „Maður er drullufúll, en það tekur nokkrar mínútur og við verðum að hugsa bara um að við unnum þennan riðil og erum með frábæra markatölu,” sagði Hallbera við Vísi í leikslok. „Auðvitað er leiðinlegt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við ekki mæta nægilega grimmar í fyrri hálfleik og þær keyrðu yfir okkur á fyrstu 30 mínútunum. Það er ekkert í boði hjá okkur.” „Ég er ánægð með hvernig við komum út í síðari hálfleikinn og mér fannst við vera betri aðilinn. Mér fannst við óheppnar að fá á okkur þetta víti.” Það var ekki sjón að sjá íslenska liðið í fyrri hálfleik, en það lenti í vandræðum með öll grunnatriði leiksins; senda boltann, hreyfa sig og vinna varnarleikinn sem ein heild. „Ég hef engin svör hvað var í gangi í fyrri hálfleik. Við vorum að þröngva boltanum upp í svæði sem voru bara lokuð, en þegar við slökuðum á og spiluðum boltanum eins og við höfum verið að gera þá fannst mér þær ekki ógna okkur mikið.” „Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þær fengu einhver færi, en mér fannst við vera betra liðið í síðari hálfleik. Það hefði verið frabært að ná allaveganna jafntefli, en við verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn og ég held við getum gert það.” Annan leikinn í röð mættu rúmlega sex þúsund manns á leik kvennalandsliðsins og var áhorfendameitð í hættu annan leikinn í röð, en ekki féll það. Hallbera var ánægð með mætinguna. „Það er bara frábært hversu mikið fólk hefur verið að styðja okkur og mér fannst við setja standard á það hvernig landsliðið megi búast við að það verði hér á heimavelli. Þetta er bara magnað að fá að taka þátt í þessu og maður er þaklátur öllum þeim sem komu,” sagði Hallbera að lokum.
Fótbolti Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira