Fótbolti

Matthäus: Messi er það sem Maradona var

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Maradona þjálfaði Lionel Messi hjá argentínska landsliðinu.
Diego Maradona þjálfaði Lionel Messi hjá argentínska landsliðinu. vísir/getty
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, er Diego Maradona dagsins í dag að mati Lothar Matthäus, fyrrverandi fyrirliða þýska landsliðsins.

Messi er reglulega borinn saman við samlanda sinn Diego Maradona og Brassann Pelé þegar talað er um bestu fótbotlamenn sögunnar.

Matthäus, sem vann HM með Þýskalandi 1990, finnst erfitt að bera saman leikmenn en hann er mikill aðdáandi Messi.

„Messi er núna það sem Maradona var fyrir 30 árum,“ segir Matthäus í viðtali við Fox Sports. Matthäus og Maradona mættust nokkrum sinnum á fótboltavellinum, meðal annars í úrslitaleikjum HM 1986 og 1990.

Matthäus var í liði Þjóðverja sem tapaði fyrir Argentínu á HM 1986 í Mexíkó þar sem Maradona fór algjörlega á kostum.

„Þegar ég tala um Mexíkó 86 er ég stuttorður og tala bara um Maradona. Ég hef aldrei séð leikmann drottna yfir einu móti eins mikið og hann gerði 1986,“ segir Lothar Matthäus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×