Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - FH 1-0 | Tap í fyrsta leik sem meistarar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2016 15:45 vísir/stefán Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki