Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - FH 1-0 | Tap í fyrsta leik sem meistarar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2016 15:45 vísir/stefán Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira