Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - FH 1-0 | Tap í fyrsta leik sem meistarar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2016 15:45 vísir/stefán Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira