Facebook þakkar Solberg fyrir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 22:04 Bréfið til Solberg var birt opinberlega í dag þar sem Facebook segist ætla að gera betur. vísir/afp Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag. Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag.
Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11
Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45