Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2016 19:51 Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira