Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2016 19:51 Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira