Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2016 19:51 Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira