Íslenski boltinn

Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað | Verður í beinni á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hafsteinn Briem og félagar verða að bíða til morguns með að mæta Stjörnunni.
Hafsteinn Briem og félagar verða að bíða til morguns með að mæta Stjörnunni. vísir/stefán
Búið er að fresta leik ÍBV og Stjörnunnar sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Stjarnan kemst ekki til Eyja og verður því að fresta leiknum til morguns.

Leikurinn verður spilaður klukkan 17.00 á morgun og verður þá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Eyjamenn eru í bullandi fallbaráttu með 18 stig í tíunda sæti en Stjarnan er komin niður í sjötta sætið með 27 stig eftir fjóra tapleiki í röð.

Fimm leikir fara samt sem áður fram í Pepsi-deildinni í dag og hefjast fjórir þeirra klukkan 17.00. Þrír leikir af fimm verða í beinni útsendingu og í heildina fjórir af sex í umferðinni.

Leikir dagsins:

17.00 Víkingur Ó - Víkingur R

17.00 ÍA - KR (í beinni á Stöð 2 Sport)

17.00 Fylkir - FH (í beinni á Stöð 2 Sport 3)

17.00 Fjölnir - Þróttur

20.00 Valur - Breiðablik (í beinni á Stöð 2 Sport)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×