Íslenski boltinn

Of knappur tími fyrir Stjörnumenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar frá því fyrr í sumar.
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar frá því fyrr í sumar. vísir/hanna
Ekkert verður af því að ÍBV leiki gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla klukkan 17.00 í dag eins og til stóð. Leiknum hefur verið frestað til morguns.

Sjá einnig: Sjá einnig: Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað | Verður í beinni á morgun

Handboltalið ÍBV mætir þó Fram í Olís-deildinni klukkan 18.00 í dag en Eyjamenn eru nú á leið til Þorlákshafnar með Herjólfi. Ekki er siglt til Landeyjahafnar í dag vegna veðurs.

ÍBV verður því komið upp á land með nægum fyrirvara fyrir leik sinn gegn Fram í kvöld en Herjólfur siglir aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11.45 í dag.

Þar sem að siglingin tekur að minnsta kosti þrjá klukkutíma telur KSÍ að um of nauman tíma sé að ræða til þess að Stjörnumenn verði tilbúnir að spila klukkan 17.00 í Vestmannaeyjum.

„Sérstaklega ef ferðaveður er slæmt og vont í sjó. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart liðunum sem eru í toppbaráttu við Stjörnuna og fallbaráttu við ÍBV að skylda Garðbæinga að spila leikinn við slíkar aðstæður,“ sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×