Erlent

Rúmlega þúsund manns handteknir í Gabon

Atli Ísleifsson skrifar
Mörg þúsund manns mótmæltu á götum höfuðborgar landsins, Libreville,  eftir að úrslit kosninganna voru gjörð kunn.
Mörg þúsund manns mótmæltu á götum höfuðborgar landsins, Libreville, eftir að úrslit kosninganna voru gjörð kunn. Vísir/AFP
Lögregla í Afríkuríkinu Gabon hefur handtekið á annað þúsund manns í kjölfar umdeildra úrslita í forsetakosningum landsins. Innanríkisráðherra landsins segir mótmælendur hafa kastað handsprengjum og beitt skotvopnum í aðgerðum sínum.

Kjörstjórn segir forsetann Ali Bongo hafa verið endurkjörinn með 49,9 prósent atkvæða, en andstæðingur hans, Jean Ping, hlotið 48,2 prósent atkvæða. Þetta verður annað kjörtímabil hins 57 ára Bongo, en faðir hans, Omar Bongo, stýrði landinu í 41 ár. Framkvæmd kosninganna hefur verið harðlega gagnrýnd.

Í frétt Guardian er haft eftir Ping að tveir hafi fallið og nítján manns særst í árás öryggissveita á höfuðstöðvar flokks síns.

Mörg þúsund manns mótmæltu á götum höfuðborgar landsins, Libreville,  eftir að úrslit kosninganna voru gjörð kunn, þar sem meðal annars var borinn eldur að þinghúsi landsins.

Lögregla í Libreville hefur beitt táragasi og nú lokað stóru svæði í kringum þinghúsið.


Tengdar fréttir

Bongo áfram forseti í Gabon

Þetta verður annað kjörtímabil hins 57 ára Ali Bongo, en faðir hans, Omar Bongo, stýrði landinu í 41 ár.

Átök í Gabon eftir umdeildar kosningar

Óöld ríkir í Afríkuríkinu Gabon eftir að stjórnarhermenn réðust á höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar í landinu í morgun. Margir eru særðir, sumir alvarlega, segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að forseti landsins, Ali Bongo, lýsti yfir sigri í kosningum sem hafa verið gagnrýndar harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×