Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 10:30 Kári Árnason og félagar héldu Ronaldo í skefjum. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira