Chloë Sevigny heiðursgestur RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 08:00 Fyrsta stuttmynd Chloë Sevigny, Kitty, verður sýnd á RIFF. Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00
InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29
Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30
Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30