Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:30 Aude sér um skipulag sundbíósins í ár en í þetta skiptið ákvað hún að leita langt aftur í tímann í leit að hinni réttu kvikmynd til að sýna. Frankenstein er frá árinu 1931. Vísir/Stefán Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira