Fótbolti

Allardyce reyndi að fá Vardy til West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allardyce segir Vardy til á landsliðsæfingu.
Allardyce segir Vardy til á landsliðsæfingu. vísir/getty
Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, var nálægt því að kaupa framherjann Jamie Vardy til West Ham United árið 2012.

Vardy lék á þeim tíma með Fleetwood Town í utandeildinni en þáverandi knattspyrnustjóri liðsins, Micky Mellon, hvatti Allardyce til að kaupa hann.

Allardyce hafði ekki nógu hraðar hendur og Vardy samdi við Leicester City sem hann hefur leikið með síðan.

En nú, fjórum árum seinna, fá Allardyce og Vardy tækifæri til að vinna saman hjá enska landsliðinu.

Sjá einnig: Allardyce: Ég verð stressaður fyrir leikinn

„Þegar ég kom hingað sagði þjálfarinn mér söguna af því þegar honum var ráðlagt að kaupa mig til West Ham,“ sagði Vardy sem hefur skorað fjögur mörk í 11 landsleikjum fyrir England.

Hann verður þó að sætta sig við að byrja á bekknum þegar England mætir Slóvakíu í undankeppni HM 2018 seinna í dag.

Leikur Slóvakíu og Englands hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir

Rooney heldur fyrirliðabandinu hjá Englandi

Wayne Rooney verður áfram með fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu. Sam Allardyce, nýr landsliðsþjálfari Englands, segir að þetta hafi verið auðveld ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×