Ekki fullreynt með sykurskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Gosdrykkir sem þessir innihalda mikinn sykur. vísir/heiða Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira