Ekki fullreynt með sykurskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Gosdrykkir sem þessir innihalda mikinn sykur. vísir/heiða Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira