Ekki fullreynt með sykurskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Gosdrykkir sem þessir innihalda mikinn sykur. vísir/heiða Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira