Grunnskólakennarar felldu kjarasamning: „Staðan er orðin mjög þröng“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 16:09 Grunnskólakennarar hafa fellt nýgerðan kjarasamning. Vísir/Vilhekm Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01