Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2016 19:00 Freyr Alexandersson Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15