Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Heiðar Lind Hansson skrifar 9. september 2016 07:00 Sverðið sem fannst í vikunni Vísir Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00