Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Heiðar Lind Hansson skrifar 9. september 2016 07:00 Sverðið sem fannst í vikunni Vísir Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00