Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 10:46 Sverðið var afhent Minjastofnun í dag. Mynd/Árni Björn Valdimarsson „Við ætluðum bara á veiðar en enduðum í fornleifauppgreftri,“ segir Árni Björn Valdimarsson gæsaveiðimaður sem var á skytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina ásamt félaga sínum þegar þeir ráku augun í sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. Mjög merkilegur fundur segir forstöðumaður Minjastofnunnar. „Þetta lá bara þarna í sandinum og við þurftum ekki að grafa það upp eða neitt“ segir Árni Björn í samtali við Vísi og telur hann líklegt að því hafi skolað á þann stað þar sem það fannst í nýlegu flóði. Má hann þó ekki gefa upp nákvæma staðsetningu enda hafi Minjastofnun áhuga á því að kanna svæðið frekar. Sverðið fannst á föstudag og geymdu þeir félagar sverðið í bílnum áður en að Árni Björn settu mynd af sverðinu á Facebook og eftir það fóru hjólin að snúast.Sverðið er ansi heillegt.Vísir/Árni Björn Valdimarsson.„Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur og þar vildu menn fá að skoða sverðið,“ segir Árni sem fór nú í morgunsárið með sverðið til Minjastofnunnar. Við fyrstu sýn telja sérfræðingar stofnunarinnar að sverðið sé ævafornt. „Minjastofnun telur, svona við fyrstu sýn, að þetta sé frá árinu 1000 eða þar í kring,“ segir Árni Björn sem segir að sverðið hafi verið merkilega heillegt, ansi ryðgað en þó í fínu ásigkomulagi að öðru leyti.Eingöngu fundist tuttugu sverð frá þessu tímabiliKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunnar, segir að um mjög merkilegan fund sé að ræða enda hafi mjög fá sverð varðveist frá þessum tíma, reynist sverðið vera jafngamalt og fyrsta skoðun bendir til. „Þetta er mjög merkilegur fundur en það hafa bara fundist tuttugu sverð frá þessum tíma. Við teljum að sverðið sé frá seinni hluta tíundu aldar. Það er mjög sérstakt að fá svona heillegt sverð,“ segir Kristín. „Við erum alveg í skýjunum.“ Minjastofnun hefur nú afhent forvörðum Þjóðminjasafnsins sverðið þar sem það mun vera rannsakað enn frekar svo hægt sé að aldursgreina sverðið. Þá eru minjaverðir Minjastofnunar að kemba svæðið þar sem sverðið fannst til að athuga hvort að fleiri munir finnist. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Við ætluðum bara á veiðar en enduðum í fornleifauppgreftri,“ segir Árni Björn Valdimarsson gæsaveiðimaður sem var á skytterí í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina ásamt félaga sínum þegar þeir ráku augun í sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. Mjög merkilegur fundur segir forstöðumaður Minjastofnunnar. „Þetta lá bara þarna í sandinum og við þurftum ekki að grafa það upp eða neitt“ segir Árni Björn í samtali við Vísi og telur hann líklegt að því hafi skolað á þann stað þar sem það fannst í nýlegu flóði. Má hann þó ekki gefa upp nákvæma staðsetningu enda hafi Minjastofnun áhuga á því að kanna svæðið frekar. Sverðið fannst á föstudag og geymdu þeir félagar sverðið í bílnum áður en að Árni Björn settu mynd af sverðinu á Facebook og eftir það fóru hjólin að snúast.Sverðið er ansi heillegt.Vísir/Árni Björn Valdimarsson.„Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur og þar vildu menn fá að skoða sverðið,“ segir Árni sem fór nú í morgunsárið með sverðið til Minjastofnunnar. Við fyrstu sýn telja sérfræðingar stofnunarinnar að sverðið sé ævafornt. „Minjastofnun telur, svona við fyrstu sýn, að þetta sé frá árinu 1000 eða þar í kring,“ segir Árni Björn sem segir að sverðið hafi verið merkilega heillegt, ansi ryðgað en þó í fínu ásigkomulagi að öðru leyti.Eingöngu fundist tuttugu sverð frá þessu tímabiliKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunnar, segir að um mjög merkilegan fund sé að ræða enda hafi mjög fá sverð varðveist frá þessum tíma, reynist sverðið vera jafngamalt og fyrsta skoðun bendir til. „Þetta er mjög merkilegur fundur en það hafa bara fundist tuttugu sverð frá þessum tíma. Við teljum að sverðið sé frá seinni hluta tíundu aldar. Það er mjög sérstakt að fá svona heillegt sverð,“ segir Kristín. „Við erum alveg í skýjunum.“ Minjastofnun hefur nú afhent forvörðum Þjóðminjasafnsins sverðið þar sem það mun vera rannsakað enn frekar svo hægt sé að aldursgreina sverðið. Þá eru minjaverðir Minjastofnunar að kemba svæðið þar sem sverðið fannst til að athuga hvort að fleiri munir finnist.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira