Erlent

Nemendur snúa aftur eftir fjöldamorðið í Sandy Hook

Atli Ísleifsson skrifar
Skólabyggingin var rifin eftir árásina 2012.
Skólabyggingin var rifin eftir árásina 2012. Vísir/Getty

Um fjögur hundruð nemendur hafa nú snúið aftur í Sandy Hook grunnskólann í bænum Newtown í Connecticut, nærri fjórum árum eftir skotárásina þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti tuttugu börn og sex starfsmenn viku fyrir jólin 2012.



Skólabyggingin var rifin eftir árásina en hefur ný bygging nú verið tekin í gagnið.



Áður en Lanza réðst til atlögu í skólanum hafði hann myrt móður sína, en hann svipti sig lífi eftir að hafa banað fólkinu.



Af þeim börnum sem hófu nám í skólanum í gær voru sjötíu sem stunduðu þar nám á þeim tíma sem árásin átt sér stað. Ekkert þeirra á að hafa orðið vitni af árásinni. Um helmingur starfsfólksins sem starfaði við skólann 2012 starfar þar enn.



Á meðan á framkvæmdum stóð stunduðu nemendur í Newtown nám í skóla í bænum Monroe skammt frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×