Innlent

Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar.
Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar.

Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands var ekki aðgerðarlaust í aðdraganda nýhafins skólaárs. Allar kynjamerkingar á salernum í skólanum hafa verið fjarlægðar og eru þau nú öll merkt á sama háttinn, WC. 

Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna félagsins, segir ástæðuna þá að auðvelda þeim nemendum lífið sem séu ekki vissir hvaða kyn þeir eru.

Helena Björk bendir á að þetta hafi verið eitt af markmiðum hennar og Eddu Marínar Ólafsdóttur þegar þær gáfu kost á sér til formennsku í félaginu.

Stúlkurnar funduðu með skólastjórninni í sumar sem tók mjög vel í fyrirhugaða breytingu, að sögn Helenu. Viðbrögðin hafi einnig verið góð meðal nemenda.

„Það er almennt búið að taka mjög vel í þetta og mikil virðing borin fyrir þessu. Þetta er greinilega eitthvað sem fólk vildi sjá.“

Breytingarnar eiga bæði við á salernum ætluðum nemendum og starfsfólki.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.