Barcelona vann sigur á Athletic Bilbao, 1-0, á San Mames Barria vellinum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Eina mark leiksins gerðr Króatinn Ivan Rakitic eftir tuttugu mínútna leik.
Barcelona var töluvert betri aðilinn í leiknum en leikmennirnir voru í vandræðum að koma boltanum oftar í netið.
Barcelona hefur því unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins og er liðið með sex stig. Bilbao er aftur á móti með núll stig.
Þetta er í fyrsta skipti sem Barcelona vinnur leik síðan 29. ágúst árið 2015 þar sem hvorki Messi, Neymar eða Suarez skora.
