Þjóðverjar búast við 300.000 flóttamönnum það sem eftir lifir árs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Flóttamenn leika sér með bolta nærri lestarstöð í borginni München í Þýskalandi. Nordicphotos/AFP Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila