Þjóðverjar búast við 300.000 flóttamönnum það sem eftir lifir árs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Flóttamenn leika sér með bolta nærri lestarstöð í borginni München í Þýskalandi. Nordicphotos/AFP Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira