Erlent

Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana.
Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að ummæli sín um að Barack Obama hafi stofnað hryðjuverkasamtökin ISIS hafi verið sögð í kaldhæðni. Hann gagnrýnir fréttastofur fyrir að hafa sagt fréttir af ummælum sínum um Obama og spyr hvort að fólk skilji ekki kaldhæðni.

Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.

Líkt og greint hefur verið frá sagði Trump í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Hann er stofnandi ISIS,“ sagði Trump en hlaut dræmar undirtektir. Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama.

Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það.

„Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“

Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild.


Tengdar fréttir

Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega

Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum.

Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump

Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×