Innlent

Vilja láta gera nýja búvörusamninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Björt Ólafsdóttir, er aðalflutningsmaður frávísunartillögunnar.
Björt Ólafsdóttir, er aðalflutningsmaður frávísunartillögunnar. Vísir/Stefán
Þingmenn Bjartrar framtíðar vilja að nýundirritaðir búvörusamningar verði lagðir til hliðar og að núgildandi samningar verði framlengdir. Þann tíma eigi að nota til að hefja vinnu við nýja samninga. Þetta kemur fram í fravísunartillögu sem lögð hefur verið fyrir þingið.

Í tillögunni segir að samningarnir sem hafi verið undirritaðir með fyrirvara séu mjög umdeildir, sem og þær breytingar sem þurfi að gera til að uppfylla þá. Þingmennirnir segja að ekki verði annað sé en að miklar breytingar þurfi að gera á frumvarpinu um búvörusamningana og því séu forsendur þeirra brostnar.

Enn fremur segir að ekki hafi verið haft samráð við mikilvæga hagsmunaaðila eins og fulltrúa neytenda, launþega, verslunar og þjónustu, atvinnurekenda og fulltrúa ýmissa stofnana.

Þá segir að nýr samningur sem gera eigi í samvinnu við hagsmunaaðila og stofnanir ríkisins eigi að vera með hagsmuni neytenda, landgæða, lífrænnar framleiðslu og dúraverndar að leiðarljósi.


Tengdar fréttir

Engin sátt er um breytt búvörulög

Þingflokkur BF telur breytingartillögur á búvörulögum ekki ganga nógu langt. Trúnaður ríkir um breytingartillögur meirihlutans.

Kúabændur búast við offramleiðslu á mjólk

Kúabændur framleiða nú um 20 milljónum lítra meira af mjólk en innanlandsmarkaður tekur við. Búvörusamningar gera ráð fyrir að framleiðslustýring hverfi. Formaður Landssambands kúabænda vill halda í framleiðslustýringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×