Ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í búvörusamningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Jóhannes segir innflutning á lágum eða engum tollum einu leiðina til að auka samkeppni í mjólkuriðnaði. Vísir/Pjetur „Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
„Það var algjör skortur á samráði við aðila sem eðlilegt var að kæmu að borðinu þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um nýja búvörusamninga sem nú eru til skoðunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Jóhannes segir ekki tekið mið af sjónarmiðum neytenda í samningunum. „Þeir eru bara út frá þröngum hagsmunum bænda. Það er það sem við gagnrýnum mjög." Jóhannes bætir við að það sé lágmark að samtök á borð við Neytendasamtökin sem og verkalýðshreyfingin komi að borðinu. „Þetta er ekki einkamál bænda og landbúnaðarráðherra.“Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJóhannes segir að það væri neytendum til bóta að stytta samningstímann. „Það er verið að festa í sessi mjög íhaldssamt kerfi sem er mjög slæmt, bæði fyrir neytendur og bændur, að okkar mati. Með því að stytta gildistímann er verið að taka samningana upp frá grunni,“ segir hann og bætir við: „Ég vænti þess og vona að það sé rétt sem hefur komið fram að það sé ekki meirihluti fyrir samningunum á Alþingi.“ Þá segir hann óeðlilegt að ríkið nýti skattfé til að niðurgreiða framleiðslu búvara og bendir á að samtökin hafi ítrekað gert þá kröfu að tollar á innfluttum landbúnaðarvörum verði felldir niður, ekki síst á mjólkurvörur. „Það eina sem myndi tryggja eðlilega samkeppni á þeim vettvangi er innflutningur á lágum, helst engum, tollum,“ segir Jóhannes. „Hvaðan koma peningarnir sem eru notaðir til niðurgreiðslu? Þegar upp er staðið þá erum við að borga hluta verðsins þegar við erum að kaupa mjólk úti í búð og hinn hlutann þegar maður borgar skatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira