Kúabændur búast við offramleiðslu á mjólk Sveinn Arnarsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Fréttablaðið/Stefán Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira