Kúabændur búast við offramleiðslu á mjólk Sveinn Arnarsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Fréttablaðið/Stefán Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira