Erlent

Depp sagður hafa skorið af fingri sínum í reiðiskasti

Samúel Karl Ólason skrifar
Amber Heard og Johnny Depp.
Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty

Leikarinn Johnny Depp er sagður hafa skorið hluta af fingri sínum fyrir slysni í reiðiskasti. Þá á hann að hafa díft hlutanum sem hann skar af sér í málningu og skrifað nafnið „Billy Bob“ auk annarra orða á spegil. Þetta kemur fram í máli eiginkonu Amber Heard við málaferli vegna skilnaðar þeirra. 

Depp mun hafa skorið sig þegar hann braut flöskur og rúður, samkvæmt TMZ, en hann sakaði eiginkonu sína um að hafa haldið við leikarann Billy Bob Thornton. Heard segir að Depp hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar atvikið átti sér stað og fór hann ekki til læknis fyrr en um sólarhring eftir atvikið.

Það olli því að ekki var hægt að festa stykkið aftur á fingurinn og mun stykki úr handlegg Depp hafa verið sett í staðinn.

Mynd af meintu kroti Depp má sjá á vef TMZ.

Sjá einnig: Amber Heard tók reiðikast Johnny Depp upp á myndband.

Samkvæmt Telegraph tafði atvikið tökur á nýjustu Pirates of the Caribbean kvikmyndinni um tvær vikur. Þá var talað um að hann hefði orðið fyrir slysi við tökur.

Heard sótti um skilnað frá Depp í maí og segir hann hafa beitt sig ofbeldi. Hún hefur lýst honum sem drykkfelldum ofbeldissegg en henni hefur verið lýst sem lygara sem vill einungis komast yfir fé Depp.


Tengdar fréttir

Lögregla sá engin merki ofbeldis

Lögreglan í Los Angeles var kölluð á heimili þeirra Amber Heard og Johnny Depp kvöldið sem hún segir eiginmann sinn hafa kastað í sig síma.

Amber í meiðyrðamál við einn nánasta vin Johnny Depp

Amber Heard leikkona og eiginkona leikarans Johnny Depp hefur höfðað meiðyrðamál á hendur grínistanum Doug Stanhope eftir að hann sakaði hana um að beita Depp fjárkúgun og ljúga til um ofbeldi sem Heard segir að Depp hafi beitt sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×