Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 20:08 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni. Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni.
Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30