Ferðabloggarar lýsa reynslu sinni af Íslandi: "Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 13:35 Hjónakornin Cris og Caroline voru hrifinn af ferð sinni til Íslands en fannst Reykjavík ekki heillandi vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna. PTS Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26
Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent