Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 08:08 Ferðabloggarar með mörg þúsund fylgjendur dásama Ísland í nýjasta myndbandinu sínu. Bloggararnir ferðuðust hingað frá Dubai og ákváðu að koma hingað til þess að fá frí frá stórborgarlífinu. Eftir ferðina er íslenskur bjór í uppáhaldi. Jeff Johns og Anne Mugnier eru par sem elskar að ferðast og halda þau því úti sérstöku ferðabloggi undir nafninu „What doesn‘t suck?“ eða „Hvað er ekki glatað?“ Parið er búsett í Dubai og birtir gjarnan ferðaráð og myndbönd þaðan en þau ferðast einnig vítt og breitt um heiminn. Nú fyrr í sumar varð Ísland fyrir valinu og má segja að parið hafi svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þau skoðuðu Reykjavík og ferðuðust um Snæfellsnes meðal annars en þau höfðu aðeins 48 stundir hér á landi og nýttu tímann greinilega vel. „Ég trúi ekki eigin augum,“ sagði Jeff þegar þau stöðvuðu bílinn til þess að ganga upp að fossi. „Þetta er ótrúlegasta sýn sem ég hef séð,“ sagði Anne og gekk upp að fossinum þrátt fyrir að vera lofthrædd með eindæmum. Þá virðist parið hafa kolfallið fyrir fleiru en náttúrunni því þau birtu mynd á Instagram síðu sinni skælbrosandi með bjórinn Einstök og yfirskriftinni: ..nýr uppáhalds bjór. What's better than a delicious Icelandic beer in the Reykjavik sun during the #Euro2016 ? Our Iceland video is coming tomorrow - stay tuned on What Doesn't Suck facebook & Youtube page! - #whatdoesntsuck #iceland #Reykjavik #Einstok #Beer #dubaiblog #couple #Dubaibloggers #dubaiblogger #Dubaitravel #Dubaitravelblogger #Mydubai #Dubai #photooftheday #travelawesome #lonelyplanet #doyoutravel #travelstoke #instagood #worldplaces #travelphotography #travelgram #exploretheglobe #igtravel #picoftheday #f4f A photo posted by What Doesn't Suck (@whatdoesntsuck) on Jul 5, 2016 at 8:24am PDT Parið var hér þegar Ísland var að hefja leik á Evrópumótinu í knattspyrnu og má sjá þau í myndbandinu fagna með Íslendingum á EM-torginu á Ingólfstorgi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Ferðabloggarar með mörg þúsund fylgjendur dásama Ísland í nýjasta myndbandinu sínu. Bloggararnir ferðuðust hingað frá Dubai og ákváðu að koma hingað til þess að fá frí frá stórborgarlífinu. Eftir ferðina er íslenskur bjór í uppáhaldi. Jeff Johns og Anne Mugnier eru par sem elskar að ferðast og halda þau því úti sérstöku ferðabloggi undir nafninu „What doesn‘t suck?“ eða „Hvað er ekki glatað?“ Parið er búsett í Dubai og birtir gjarnan ferðaráð og myndbönd þaðan en þau ferðast einnig vítt og breitt um heiminn. Nú fyrr í sumar varð Ísland fyrir valinu og má segja að parið hafi svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þau skoðuðu Reykjavík og ferðuðust um Snæfellsnes meðal annars en þau höfðu aðeins 48 stundir hér á landi og nýttu tímann greinilega vel. „Ég trúi ekki eigin augum,“ sagði Jeff þegar þau stöðvuðu bílinn til þess að ganga upp að fossi. „Þetta er ótrúlegasta sýn sem ég hef séð,“ sagði Anne og gekk upp að fossinum þrátt fyrir að vera lofthrædd með eindæmum. Þá virðist parið hafa kolfallið fyrir fleiru en náttúrunni því þau birtu mynd á Instagram síðu sinni skælbrosandi með bjórinn Einstök og yfirskriftinni: ..nýr uppáhalds bjór. What's better than a delicious Icelandic beer in the Reykjavik sun during the #Euro2016 ? Our Iceland video is coming tomorrow - stay tuned on What Doesn't Suck facebook & Youtube page! - #whatdoesntsuck #iceland #Reykjavik #Einstok #Beer #dubaiblog #couple #Dubaibloggers #dubaiblogger #Dubaitravel #Dubaitravelblogger #Mydubai #Dubai #photooftheday #travelawesome #lonelyplanet #doyoutravel #travelstoke #instagood #worldplaces #travelphotography #travelgram #exploretheglobe #igtravel #picoftheday #f4f A photo posted by What Doesn't Suck (@whatdoesntsuck) on Jul 5, 2016 at 8:24am PDT Parið var hér þegar Ísland var að hefja leik á Evrópumótinu í knattspyrnu og má sjá þau í myndbandinu fagna með Íslendingum á EM-torginu á Ingólfstorgi. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira