Fótbolti

Ólafur Ingi yfirgefur Genclerbirligi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Ingi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Genclerbirligi.
Ólafur Ingi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Genclerbirligi. mynd/genclerbirligi
Ólafur Ingi Skúlason hefur yfirgefið herbúðir tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Genclerbirligi.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að Ólafur Ingi og Genclerbirligi hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi hans.

Ólafur Ingi, sem er 33 ára, gekk til liðs við Genclerbirligi fyrir síðasta tímabil og lék alls 26 leiki með liðinu.

Ólafur Ingi, sem er uppalinn Fylkismaður, hefur einnig leikið með Arsenal, Brentford, Helsingborg, SönderjyskE og Zulte Waregem á ferlinum.

Ólafur Ingi hefur leikið 26 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.