Erlent

Omran er einn þúsunda

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn fjögurra ári gamli Omran særðist í loftárás í Aleppo.
Hinn fjögurra ári gamli Omran særðist í loftárás í Aleppo. Vísir/AFP
Myndin af hinum fjögurra ára gamla Omran þar sem honum hafði verið bjargað úr rústum byggingar eftir loftárás í Aleppo á dögunum fangaði forsíður um allan heim. Hann var kallaður „raunverulegt andlit“ átakanna í Sýrlandi, en barnalæknir segist hlúa að tugum barna á hverjum degi og sár þeirra séu iðulega verri en sár Omran.

Þúsundir barna hafa búið við daglega ógn af umsátrum og sprengingum. Frá því að átökin hófust í landinu árið 2012 hafa minnst 250 þúsund manns látið lífið og þar af minnst 15 þúsund börn.

„Það eru til þúsundir saga um særð börn sem hafa misst limi og særst á maga og höfði,“ segir barnalæknirinn Abu Baraa í samtali við AFP.

Sem dæmi nefndi hann að loftárás hafi verið gerð á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta Aleppo í gær. Sjö létu lífið og fjölmargir særðust.

„Eitt barn særðist á höfði og skrokki. Við reyndum að stöðva blæðinguna og gáfum honum blóð, en hann var of særður og dó. Hann var nærri því sex ára gamall. Þetta eru aðstæður sem við eigum við á hverjum degi.“

Baraa segir að þrátt fyrir að mynd Omran hafi vakið mikla athygli og reiði muni það ekki hafa nein áhrif á ástandið í Sýrlandi.

„Heimurinn getur horft á myndbönd af börnum á hverjum degi á Youtube. Börnum sem deyja í loftárásum og sitja föst í rústunum. Athygli heimsins beinist hins vegar ekki hingað. Þetta eru tóm orð.“

Ljósmynarinn grét

Ljósmyndarinn sem tók myndirnar af Omran hefur segist búa í um 300 metra fjarlægð frá húsinu þar sem fjölskylda Omran bjó. Mahmoud Raslan segir bygginguna, sem var sex hæðir, hafa orðið rústir einar. Omran var sá fyrsti sem bjargað var úr rústunum en Raslan segist hafa farið að gráta á meðan hann hafi verið að taka myndirnar.

„Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég grét. Ég hef grátið margsinnis þegar ég hef verið að taka myndir af særðum börnum. Ég græt alltaf. Við stríðsljósmyndarar grátum alltaf,“ segir Raslan á vef Telegraph.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×