Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. ágúst 2016 23:02 Mál Steven Avery hefur vakið heimsathygli eftir sjónvarpsþættina Making a Murderer. Vísir/Netflix Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin. Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin.
Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41
Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16
Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14