Erlent

Ólympíuþorpið á gröfum þræla

Sæunn Gísladóttir skrifar
Húsnæði í Ólympíuþorpinu verður selt til einkaaðila í lok leikanna.
Húsnæði í Ólympíuþorpinu verður selt til einkaaðila í lok leikanna. Vísir/Getty
Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla.

Blaðamenn og ljósmyndarar flykkjast nú til Brasilíu til að fylgjast með Ólympíuleikunum sem fara fram í Ríó um þessar mundir. The Guardian greinir frá því að afkomendur þræla, þekktir sem quilombo, segja að Barra, fjölmiðlaþorp númer þrjú, hafi verið byggt á landi þar sem forfeður þeirra voru grafnir, og þeir töldu heilagt.

Adilson Batista Almeida, leiðtogi Camorim Quilombo, ásakar byggingaverktakann um að koma í veg fyrir að samfélagið eigi opinbert svæði til að halda í afrísk-brasilíska menningu í heiðri.

Húsnæðið í fjölmiðlaþorpinu verður selt einkafyrirtækjum að loknum Ólympíuleikunum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×