Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 20:00 Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira