Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-1 | Eyjakonur áfram eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2016 16:00 Eyjakonur eru komnar í úrslit. vísir/vilhelm Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira