Erlent

Sprengdi sjálfan sig í loft upp við svæði tónlistarhátíðar í Þýskalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðarsvæðið var rýmt eftir að sprengjan sprakk en um 2.500 manns voru þar inni.
Hátíðarsvæðið var rýmt eftir að sprengjan sprakk en um 2.500 manns voru þar inni. Vísir/AFP
Sýrlenskur flóttamaður sem nýverið hafði verið synjað um hæli sprengdi sjálfan sig í loft upp og særði tólf manns við svæði tónlistarhátíðar í Ansbach í suðurhluta Þýskalands í gærkvöldi.

Innanríkisráðherra Bæjaralands segir að hinn 27 ára árásarmaður hafi sprengt sprengjuna sem hann geymdi í bakpoka eftir að hafa verið neitað um inngöngu á hátíðarsvæðið.

Hátíðarsvæðið var rýmt eftir að sprengjan sprakk en um 2.500 manns voru þar inni.

Mikil spenna hefur verið í Bæjaralandi eftir að hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á axarárás manns sem varð fimm manns að bana í lest fyrir viku. Á föstudaginn varð svo átján ára piltur níu manns að bana og særði á fjórða tug í skotárás í og í kringum verslunarmiðstöð í München.

Í frétt BBC segir að sprengjuárásin í Ansbach hafi orðið klukkan 22:10 að staðartíma fyrir utan skemmtistaðinn Eugens Weinstube í miðbæ Ansbach. Um 40 þúsund manns búa í bænum og er þar að finna bandaríska herstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×