Fótbolti

Carragher: Heimir vildi ekki taka við enska landsliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher á blaðamannafudni.
Carragher á blaðamannafudni. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, verður á úrslitaleik Frakklands og Portúgals í kvöld á EM og situr við hlið Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, á leiknum.

Carragher sem lék yfir 500 leiki með Liverpool setti á Twitter-síðu sína að hann væri sestur í sitt sæti á leikvanginum og við hlið hans væri Heimir.

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallaði Heimi þó aðstoðarþjálfara Íslands, en rétt er að hann er annar landsliðsþjálfara Ísland.

Carragher virðist hafa spurt Heimi hvort hann hefði áhuga á því að taka við enska landsliðinu, en Heimir á að hafa neitað því.

Þess má til gamans geta að Heimir er mikill Liverpool-maður, en fylgst verður með úrslitaleik Portúgals og Frakklands hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×