Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn 10. júlí 2016 21:30 Portúgalir fagna. vísir/epa Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira