Vill sjá Birki Bjarnason í enska úrvalsdeildarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:00 Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30
Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30
Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn