Fótbolti

Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landsliðið í rútunni í gær og margir með símann á lofti til að fanga augnablikið.
Landsliðið í rútunni í gær og margir með símann á lofti til að fanga augnablikið. vísir/hanna
Tug þúsundir komu saman í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi til að fagna strákunum okkar í landsliðinu í knattspyrnu en þeir komu heim frá Frakklandi síðdegis í gær eftir að þeir luku keppni á EM á sunnudag.

Liðið var keyrt í opinni rútu frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu áður en það steig á svið við Arnarhól ásamt þjálfurum sínum og starfsmönnum KSÍ.

Strákarnir voru með símana sína á lofti og mynduðu hátíðahöldin í bak og fyrir. Þeir hafa síðan verið duglegir við að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum bæði í gær og í dag og þakka fyrir stuðninginn.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin augnablik frá gærkvöldinu sem nokkrir landsliðsmenn hafa deilt á Twitter og Instagram, en auk þeirra hafa fleiri landsliðsmenn deilt svipuðum eða sömu myndum og myndskeiðum til að segja takk.

Ómetanlegt #euro2016

A video posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on

Incredible!!

A video posted by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on

Þakka enn og aftur fyrir frábæran stuðning!

A photo posted by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on

A photo posted by Ari Skúlason (@ariskulason23) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×