Fótbolti

Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir í baráttunni við Dele Alli í sigrinum gegn Englandi.
Birkir í baráttunni við Dele Alli í sigrinum gegn Englandi. vísir/getty
Íslenskir fjölmiðlamenn komust ekki hjá því að spyrja landsliðsmanninn Birki Bjarnason út í tilboð bresku netverslunarinnar ASOS um að hann tæki þátt í tískusýningum á þeirra vegum. Tilboðið barst á meðan á leik Íslands og Englands stóð.

Birkir hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu en þess utan hafa ljósu lokkarnir greinilega vakið athygli margra, eins og ASOS. Tískubransinn er þó greinilega ekki ofarlega í huga Birkis þessa stundina því svar hans varðandi áhuga ASOS var skírt.

„Nei, ég er ekkert að hugsa um það,“ sagði Birkir. Aðspurður hvort strákarnir væru eitthvað að grínast í honum vegna þessa sagðist Birkir ekki finna mikið fyrir því. Arnór Ingi Traustason sagði í viðtali við Vísi á dögunum að hann fengi að finna fyrir því eftir umfjöllun um hann sem eftirsóttan piparsvein.

„Nei, það eru bara þessir ungu sem finna fyrir því,“ sagði Birkir léttur.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



Tengdar fréttir

Mörkin koma alls staðar að

Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×