Verði áfram náin ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn Íhaldsflokksins stóðu upp og klöppuðu þegar Cameron kvaddi, en andstæðingar hans sátu sem fastast. Visir/Epa „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira