Verði áfram náin ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn Íhaldsflokksins stóðu upp og klöppuðu þegar Cameron kvaddi, en andstæðingar hans sátu sem fastast. Visir/Epa „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira