Verði áfram náin ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn Íhaldsflokksins stóðu upp og klöppuðu þegar Cameron kvaddi, en andstæðingar hans sátu sem fastast. Visir/Epa „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira