Verði áfram náin ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn Íhaldsflokksins stóðu upp og klöppuðu þegar Cameron kvaddi, en andstæðingar hans sátu sem fastast. Visir/Epa „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. Þingmenn klöppuðu honum ákaft og lengi í kveðjuskyni. Félagar hans úr Íhaldsflokknum stóðu upp á meðan og það gerðu líka flestir þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins. Þingmenn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins sátu hins vegar sem fastast, þótt flestir hafi þeir líka klappað. Afdrifaríkasta verk Camerons þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, þar sem þjóðin samþykkti útgönguna naumlega. Hann lætur það hins vegar arftaka sínum eftir að takast á við afleiðingarnar. Theresa May tók við forsetaembættinu í gær og fær það meginverkefni í hendurnar að semja við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands og framtíðarfyrirkomulag viðskipta og annarra samskipta Bretlands við ESB. Í spurningatímanum í gær var Cameron spurður hvort hann hefði gefið May einhver ráð varðandi samskiptin við ESB, nú þegar útgangan blasir við, og þá sagði hann að Bretland ætti að halda sér í eins mikilli nálægð við ESB og mögulegt er: „Ermarsundið breikkar ekkert við útgönguna.“ May hefur sagst ætla að taka sér góðan tíma til að móta samningsafstöðu Breta gagnvart Evrópusambandinu. Formlegir samningar muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Fyrirspurnatíminn í gær var annars harla líflegur og stóð í tæpar 40 mínútur. Þeir skiptust þar óspart á skotum, andstæðingarnir Cameron og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Cameron notaði meðal annars tækifærið til að vekja athygli á því að Íhaldsflokkurinn geti brátt stært sig af tveimur konum í forsætisráðherraembættinu. „Það er tvö núll, og enginn bleikur strætisvagn sjáanlegur,“ sagði hann, og vísaði þar til þess að konur úr Verkamannaflokknum hafa stundum farið um landið á bleikum strætisvagni til að hvetja kynsystur sínar til dáða í stjórnmálum. Að loknum fyrirspurnatímanum á þingi gekk Cameron á fund Elísabetar drottningar og sagði formlega af sér. Stuttu síðar tók May við keflinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira