Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 09:15 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/AFP Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira