Karius gæti hirt sætið af Mignolet eftir að Klopp fékk hann til að sleppa ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 10:30 Loris Karius nýr aðalmarkvörður Liverpool? vísir/getty Loris Karius, nýr markvörður Liverpool, hefur gefið í skyn að hann gæti byrjað í marki liðsins þegar enska úrvalsdeildin hefst eftir tæpan mánuð þar sem hann sleppti því að fara á Ólympíuleikana að beiðni Jürgens Klopps. Karius var með öruggt sæti í byrjunarliði þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum en ákvað að elta ekki gullið í Ríó eftir að tala við knattspyrnustjóra Liverpool sem fékk hann í sumar frá Mainz. „Ég talaði við stjórann og við komumst að samkomulagi um að það væri ekki sniðugt að ég færi á Ólympíuleikana og myndi því missa af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Auðvitað vil ég spila þá,“ sagði Karius eftir 5-0 sigur Liverpool í vináttuleik í gærkvöldi. „Saman ákváðum við að ég myndi ekki fara til Ríó. Ég talaði fyrst við Jürgen og svo við þýska landsliðsþjálfarann sem vildi að ég færi með. En forgangsatriðið hjá mér er Liverpool. Það er mikilvægt að ég verði klár í byrjun leiktíðar,“ segir Loris Karius. Þessi 23 ára gamli Þjóðverji sem hefur spilað með Mainz frá 2012 er í baráttu um aðalmarkvarðarstöðu Liverpool við Belgann Simon Mignolet sem hefur verið aðalmarkvörður Liverpool síðan 2013. Belginn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri og missti stöðu sína í liðinu á tímabili. Mignolet hefur spilað 106 deildarleiki fyrir Liverpool síðan hann kom frá Sunderland sumarið 2013. Enski boltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Loris Karius, nýr markvörður Liverpool, hefur gefið í skyn að hann gæti byrjað í marki liðsins þegar enska úrvalsdeildin hefst eftir tæpan mánuð þar sem hann sleppti því að fara á Ólympíuleikana að beiðni Jürgens Klopps. Karius var með öruggt sæti í byrjunarliði þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum en ákvað að elta ekki gullið í Ríó eftir að tala við knattspyrnustjóra Liverpool sem fékk hann í sumar frá Mainz. „Ég talaði við stjórann og við komumst að samkomulagi um að það væri ekki sniðugt að ég færi á Ólympíuleikana og myndi því missa af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Auðvitað vil ég spila þá,“ sagði Karius eftir 5-0 sigur Liverpool í vináttuleik í gærkvöldi. „Saman ákváðum við að ég myndi ekki fara til Ríó. Ég talaði fyrst við Jürgen og svo við þýska landsliðsþjálfarann sem vildi að ég færi með. En forgangsatriðið hjá mér er Liverpool. Það er mikilvægt að ég verði klár í byrjun leiktíðar,“ segir Loris Karius. Þessi 23 ára gamli Þjóðverji sem hefur spilað með Mainz frá 2012 er í baráttu um aðalmarkvarðarstöðu Liverpool við Belgann Simon Mignolet sem hefur verið aðalmarkvörður Liverpool síðan 2013. Belginn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri og missti stöðu sína í liðinu á tímabili. Mignolet hefur spilað 106 deildarleiki fyrir Liverpool síðan hann kom frá Sunderland sumarið 2013.
Enski boltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira