Enski boltinn

Öruggur sigur í fyrsta leik Mourinho

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho fylgist með á hliðarlínunni í dag.
Mourinho fylgist með á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty
Manchester United vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Wigan í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jose Mourinho en bæði mörk leiksins komu í seinni hálfleik.

Mourinho tefldi fram öflugu liði og fengu bæði Henrikh Mikhitaryan og Eric Bailly eldskírn sína í rauðu treyjunni en auk þess var Luke Shaw í fyrsta sinn í byrjunarliði þeirra rauðklæddu eftir erfið meiðsli.

Staðan var markalaus í hálfleik en það voru varamennirnir tveir, Will Keane og Andreas Pereira sem skoruðu mörk Manchester United í seinni hálfleik.

Keane kom þeim rauðklæddu yfir eftir hörmuleg mistök Jussi Jaaskelainen í marki Wigan og stuttu síðar bætti Pereira við marki af stuttu færi eftir hornspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×