Hvítabjörninn reyndist mjólkandi birna Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 13:23 Ólöf G. Sigurðardóttir dýralæknir og meinafræðingur á Keldum undirbýr krufningu og aðrar rannsóknir. Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra. Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra.
Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11
Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07
Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21