Hvítabjörninn reyndist mjólkandi birna Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 13:23 Ólöf G. Sigurðardóttir dýralæknir og meinafræðingur á Keldum undirbýr krufningu og aðrar rannsóknir. Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra. Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra.
Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11
Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07
Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21